Góður tími frammundan.

Loksins er eitthvað að gerast framundan. Veiðivötnin fara að opna og margar sjóbirtingsár líka. Þá er hægt að gleyma stað og stund og láta náttúruna taka völdin því ég er viss um að fiskarnir hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast í heiminum í dag. Formúlan er framundan og stefnir í hrikalega spennandi keppnir, vegna breytinga á reglum varðandi dekk, véla og fl. Veðrið fer batnandi og það lengir daginn. Svo er gaman að vita af því að landbúnaður færist í aukana sérstaklega í þéttbýli eins og Mosó. Mörg fyrirtæki hafa litið dagsins ljós þó það sé ekki nefnt á fréttamiðlum, enda ekki eins spennandi frétt og gjaldþrot. Ofur álagning á vörum og þjónustu fer lækkandi og fer að verða viðunandi. Það sem nú er kallað útsala er í raun sanngjarnt verð á vöru enda er ekki hægt að vera með mörg þúsund prósenta álagningu á vörum eins og staðan er í dag. Hvar eru þá slæmu fréttirnar, jú hún Lóló er veik greyið, hún á erfitt með að standa á prikinu sínu og getur lítið flogið, Hún vill ekki tala við mig lengur. Kannski hefur hún hlustað of mikið á fréttir. Koma tímar koma ráð..............

Kv Bragi Sig


Veður eða banka fréttir.

Góðan daginn bloggheimur. Þá er SPRON fallinn og þá er þessi og hinn farinn á hausinn. Þessar fréttir eru farnar að hafa svipuð áhrif á mig og veðrið. Þegar ég vakna  lít ég út um gluggana og athuga hvernig ég á að klæðast í dag, kalla á son minn og læt hann vita hvernig hann á klæða sig fyrir skóladaginn. Þar með er búið að undirbúa daginn veðurfarslega séð, tók sem sagt um 2 mínútur. Þá er að fletta miðlunum, einhver farinn á hausinn sem skuldar mér, nei ekki í dag, einhver farinn á hausinn sem ég er að vinna fyrir, nei ekki í dag, ok þá er það afgreitt tók um 2 mínútur. Þá er allt klárt og best að fara með drenginn í skólann og athuga hvor einhver verkefni eru fyrir hendi í vinnunni. Ég vona að veðrið verði betra á morgun.

Kv Bragi Sig


Afskriftir.

Talsverð umræða hefur verið um niðurfellingu lána vegna einstaklinga. Talað hefur verið um 20 - 50 % niðurfellingu og sitt sýnist hverjum. Talað er um upphæðir frá 700 - 1400 miljarða sem sem fella yrði niður. Það sem einkennir þessa umræðu eru þær tölur sem menn eru að nefna, og engin virðist vita hvaða upphæð er rétt, enda er dágóður munur á milli 700 og 1400 milljarða. Þegar um niðurfellingu skulda er rætt, endar umræðan alltaf á þann veg að spurt er hver á að borga. Ekki er spurt hver á að borga þegar skuldir eru afskrifaðar af fyrirtækjum. Hver á að borga 3 milljarða sem afskrifaðir voru þegar Árvakur var seldur?  Hver á að borga þegar Sena verður seld? Hver á að borga þegar öll eignarhaldsfélögin fara í þrot?.  Er ekki bara betra að gera alla einstaklinga að hf t.d. Bragi hf og þá er auðvelt að afskrifa lán án þess  að spyrja hver  á að borga.

Ég hef áður reifað þá hugmynd að stjórnvöld ættu að ráða 130-150 einstaklinga til starfa og setja upp ráðgjafaþjónustu sem tekur saman skuldir einstaklinga og kemur með ábendingar og eða setur upp greiðsluplan sem hæfir hverjum og einum.  Þetta greiðsluplan er farið með í bankann og bankinn vinnur efir þessu plaggi. Heimildir til niðurfellinga skulda að hluta verða settar á og þeir einstaklingar sem geta staðist greiðsluplan sem sett er upp fá fyrirgreiðslu. Þeim einstaklingum  sem ekki  hafa bolmagn til þess að greiða skuldir sínar verður hjálpað í gegnum greiðsluþrot án þess að gera einstaklinginn gjaldþrota. Með þessu er hægt að greina og takast á við skuldir einstaklinga, og koma jafnvægi á sálartetur þjóðarinnar.

kv Bragi Sig


Allt á mannamáli.

Í þætti Silfri Egils á sunnudag var Egill með viðtal við Hjálmar Gíslason. Hjálmar útskýrði margt á mannamáli sem mér hefur verið hulin ráðgáta. Berst er fyrir þá sem ekki sáu þetta viðtal að fara inn á vefinn hjá Agli og horfa á þetta viðtal og fylgjast með hvernig Hjálmar hefur safnað saman upplýsingum og sett fram á mannamáli. Það sem mér fannst einna merkilegast er þegar ákveðið er að fara að byggja Kárahnjúkavirkjun virðist allt fara af stað og upp frá því virðist hin mikla þensla eiga sér stað sem endaði með kollsteipu. Það sem átti að bjarga öllu og veita okkur velsæld til framtíðar var stóriðja( ÁLVER ), en því miður kostaði það okkur kreppu. Hvernig á svo að koma okkur upp úr kreppunni, jú með stóriðju (ÁLVERI ). Og hvað hafa þá ráðamenn lært = EKKERT..........

Kv Bragi Sig


Enron Island.

Góðan daginn bloggheimur. í gær var sýndur þáttur um Enron og var farið var yfir sögu þess og fall. Þeir sem ekki sáu þennan þátt mistu af miklu og vona ég að hann verði sýndur aftur þannig að sem flestir geti séð hann. í þættinum er farið yfir sögu Enron í BNA og þá græðgistefnu sem var innan fyrirtækisins. Enron hefði átt að vera sú saga sem varaði við falli fjármálkerfisins um heim allan og ekki síður til varnaðar okkur hér á þessu litla skeri út í ballarhafi. En því miður tók engin þetta sem varnaðarorð og þar með sitjum við í súpunni. Það eina sem menn virtust læra af þessu falli Enrons var að það var hægt að gambla með peninga almennings og sleppa bara vel frá því. Kerfið sem var notað innan Enrons og það mótel sem þeir notuðu til þess að fela tap og fá almenning til þess að fjárfesta í fyrirtækinu var síðan notað hér á landi með góðum árangri fyrir mörg fyrirtæki sem virtust græða á tá og fingri. En eins og kunnugt er féll öll spilaborgin hér á landi með sama hætti og Enron. Nú er talað um að læra af reynslunni og ekki láta þetta koma fyrir aftur, hvað lærðu menn af falli Enrons annað en það er hægt að hafa almenning af féþúfu og græðgi sukk og svínarí getur staðið í ca 6 ár. Ég legg til að þátturinn um Enron verði sýndur með reglulegu millibili á RÚV  og allir opinberir starfsmenn sem starfa innan eftirlits og peningastofnanna verði skikkaðir til þess að horfa á hann einu sinni á ári, einnig legg ég til að við upphaf setningu Alþingis verði þátturinn sýndur þannig væri kannski hægt að halda vöku allmenings og stjórnmálamann fyrir því að svona lagað gerist ekki aftur.....

Kv Bragi Sig


Fattlausir

Segi nú bara,    SÆLIR ERU FATTLAUSIR ÞEI FATTA EKKI HVAÐ ÞEIR ERU VITLAUSIR.

Kv Bragi Sig


mbl.is Jafnvel sérfræðingar eru gáttaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boltinn rúllar í gjaldþrot.

BOLTINN RÚLLAR Í GJALDÞROT. Hversu lengi er hægt að láta bolta rúlla. Sett eru lög þessa daganna um greiðslufresti, lengingu gjaldþrota, lækkunn á dráttarvöxtum og svo svo fr. Ég bæði skulda og á útistandandi skuldir sem ég þarf að fá greit til þess að standa mínar skuldbyndingar. Með því að lengja í öllum ferlinum og veita mér lengri frest með mínar skuldir og mínir skuldara fá lengri frest er verið að lengja í ferli sem verðu svo dýr á endanum að bæði ég og mínir skuldarar koma til með að vera í mun verri málum en við erum í í dag. Frestun á uppboðum vegna íbúðarhúsnæðis er engin lausn og eikur bara á þann vanda sem fyrir er og þeir sem græða á þessu öllu saman er innheimtumenn og lögfræðingar, end kostar 56000 kall að fá eitt bréf frá lögfæðistofu sem segir að þú skuldir tiltekna upphæð. Bölvað rugl allt saman................

Kv Bragi Sig


Frábær þjónusta á B-6

B-6 er heila og taugaskurðlækningadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar var ég lagður inn og naut þeirra þjónustu sem þar er í boði. Allt starfsliðið þar fær mínar bestu þakkir. Þessi deild hefur uppá að bjóða frábæru starfsfólki sem vinnur vinnuna sína með bros á vör. Þrátt fyrir niðuskurð í heilbrigiðskerfinu verðum við að halda vörð um þetta frábæra starfsfólk sem vinnur á þessum stofnunum. Oft  skilur maður ekki hversu mikla peninga þarf í þetta heilbrigiðskerfi og eflaust er einhverstaðar verið að sólunda miklu fjármagni á vitlausum stöðum, en með þessari stuttu innlögn sem var einn sólahringur vegna uppskurðar á baki gerði ég mér aðeins betur grein fyrir hversu mikil starfsemi þarf að vera til staðar fyri svona lítið verk. Mér telst til að 45-50 eistaklingar hafi komið að þessari aðgerð beint eða óbeint, og þrjár deildir innan kerfisins tóku þátt í þessari aðgerð. Ekki var ég rukkaður fyrir þessa aðgerð og kanski verður mér sendur reikningur heim seinna, en ég kem til með að greiða hann með bros á vör.

Það ein sem var hægt að kvarta yfir var ódrekkandi kaffi.

Kv  Bragi Sig

 


Kastljós, merkilegt viðtal.

Ég mæli með því að allir sem ekki sáu kastljós í kvöld ættu að fara á ruv.is og hlusta á viðtalið við Mats Josefsson.

Þessi maður veit greinilega hvað hann er að segja og þær ráðleggingar sem hann er að gefa eru mjög trúverðugar. Hann vill meina að rót vandans sé alfarið hjá bankastjórum gölu bankanna og stjórnum þeirra og er ég alveg sammála því eins og svo margir aðrir.

Sama hvað eihver ransóknar nefnd segir þá er uppruni vandans alfarið hjá gömlu bönkunum.  Það sér hver heilvita maður að  gengdarlaus útlán og mokstur peninga út úr bönkunum er aðal ástæðan fyrir öllum okkar hörmungum.

Spurningin er, fara þessir uppgjafa stjórnmálamenn eftir þessum ráðleggingum, þora þeir að taka þessar  ákvarðannir eður ei..............

Kv Bragi Sig...........


Fyrirframgreiðsla...

Lögaðilum hefur verið sendur álagningaseðill fyrir fyrirframgreiðslu skatta vegna ársins 2009 og er það viss prósenta af tekjum liðins árs. Þar sem mörg fyrirtæki eru nú þegar í greiðsluerfileikum og jafnvel engum rekstri er varla hægt að ætlast til að þessi fyrirtæki geti staðið við þær álögur sem lagðar eru á þau frá skattayfirvöldum. Er ekki þörf á að breita þessum lögum eða fresta fyrirfram álagningu um eitt ár eða svo. Það er alveg ljóst að fyrirtæki geta ekki greitt þessa fyrirframgreiðslu og lenda þar með í verulegum vandræðum. Það er spurning hvort þessi hluti, skattaumhverfis hafi gleimst í þrasi um hækkun skatta á hátekjufólk. Samt sem áður er það nánast ómögulegt að greiða fyrirfram skatta af engum tekjum, tala nú ekki um ef fyrirtæki hafa verið í ágætis veltu á liðnu ári.

kv Bragi.......


Næsta síða »

Höfundur

Bragi Sigurðsson
Bragi Sigurðsson
Fæddur og uppalinn. Hef lifað af gengisfellingu og verðbólgu. Starfa sem framkvæmdarstjóri. Hef fjölgað islendingum um þrjá.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband