Kompás þáttur, ógn eða..

Kompás þátturinn sem var á dagskrá stöðvar 2 er nú allur, þökk sé Ara Edwald. Þessi þáttur er einn vandaðasti fréttaþáttur sem gerður hefur verið. Getur það verið að þessi þáttur hafi ógnað einhverjum öflum hér á landi svo það varð að stoppa hann. Getur það verið að þeir aðilar sem unnu að gerð þessa þátta hafi komið við kauninn á einhverjum sem ekki vill láta eitthvað komast upp.  Uppsögn fréttateymisins sem vann við þáttinn bar mjög brátt að, svo brátt að það vekur upp spurningar. Það furðulegasta er að þáttur sem tilbúinn er til sýninga er ekki sýndur, hvað hefði það munað stöð 2 að sýna þennan þátt og reka svo allt liðið, var kanski eitthvað í þessum þætti sem ekki mátti sjást. Ég skora á RÚV að semja við þessa aðila svo þeir geti haldið áfram að upplýsa okkur almúgann um spyllingu og annað sem viðgengst í þessu þjóðfélagi. Tökum saman höndum og skorum á RÚV.

ÁFRAM KOMPÁS........

Kv Bragi Sig..................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég er bara svo blankur að ég hafði aldrei efni á því að sjá þennan þátt.

Offari, 8.2.2009 kl. 01:43

2 identicon

Þarna er óhreint mjöl í pokahorni eins og víða annars staðar.

Kolbrún (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bragi Sigurðsson
Bragi Sigurðsson
Fæddur og uppalinn. Hef lifað af gengisfellingu og verðbólgu. Starfa sem framkvæmdarstjóri. Hef fjölgað islendingum um þrjá.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband