Fyrirframgreiðsla...

Lögaðilum hefur verið sendur álagningaseðill fyrir fyrirframgreiðslu skatta vegna ársins 2009 og er það viss prósenta af tekjum liðins árs. Þar sem mörg fyrirtæki eru nú þegar í greiðsluerfileikum og jafnvel engum rekstri er varla hægt að ætlast til að þessi fyrirtæki geti staðið við þær álögur sem lagðar eru á þau frá skattayfirvöldum. Er ekki þörf á að breita þessum lögum eða fresta fyrirfram álagningu um eitt ár eða svo. Það er alveg ljóst að fyrirtæki geta ekki greitt þessa fyrirframgreiðslu og lenda þar með í verulegum vandræðum. Það er spurning hvort þessi hluti, skattaumhverfis hafi gleimst í þrasi um hækkun skatta á hátekjufólk. Samt sem áður er það nánast ómögulegt að greiða fyrirfram skatta af engum tekjum, tala nú ekki um ef fyrirtæki hafa verið í ágætis veltu á liðnu ári.

kv Bragi.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það hefur alltaf verið stefna hjá ríkinu að krefjast gjaldþrots áður en unnið er úr kærumálum.  Vonandi verður skilningur á þessu máli.

Offari, 11.2.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bragi Sigurðsson
Bragi Sigurðsson
Fæddur og uppalinn. Hef lifað af gengisfellingu og verðbólgu. Starfa sem framkvæmdarstjóri. Hef fjölgað islendingum um þrjá.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband