Frábær þjónusta á B-6

B-6 er heila og taugaskurðlækningadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar var ég lagður inn og naut þeirra þjónustu sem þar er í boði. Allt starfsliðið þar fær mínar bestu þakkir. Þessi deild hefur uppá að bjóða frábæru starfsfólki sem vinnur vinnuna sína með bros á vör. Þrátt fyrir niðuskurð í heilbrigiðskerfinu verðum við að halda vörð um þetta frábæra starfsfólk sem vinnur á þessum stofnunum. Oft  skilur maður ekki hversu mikla peninga þarf í þetta heilbrigiðskerfi og eflaust er einhverstaðar verið að sólunda miklu fjármagni á vitlausum stöðum, en með þessari stuttu innlögn sem var einn sólahringur vegna uppskurðar á baki gerði ég mér aðeins betur grein fyrir hversu mikil starfsemi þarf að vera til staðar fyri svona lítið verk. Mér telst til að 45-50 eistaklingar hafi komið að þessari aðgerð beint eða óbeint, og þrjár deildir innan kerfisins tóku þátt í þessari aðgerð. Ekki var ég rukkaður fyrir þessa aðgerð og kanski verður mér sendur reikningur heim seinna, en ég kem til með að greiða hann með bros á vör.

Það ein sem var hægt að kvarta yfir var ódrekkandi kaffi.

Kv  Bragi Sig

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég er alltaf látinn gera B-4 blað áður en ég tek að mér eitthvað óhefbundið verk.

Offari, 21.2.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Gangi þér vel

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.2.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bragi Sigurðsson
Bragi Sigurðsson
Fæddur og uppalinn. Hef lifað af gengisfellingu og verðbólgu. Starfa sem framkvæmdarstjóri. Hef fjölgað islendingum um þrjá.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband