BOLTINN RÚLLAR Í GJALDÞROT. Hversu lengi er hægt að láta bolta rúlla. Sett eru lög þessa daganna um greiðslufresti, lengingu gjaldþrota, lækkunn á dráttarvöxtum og svo svo fr. Ég bæði skulda og á útistandandi skuldir sem ég þarf að fá greit til þess að standa mínar skuldbyndingar. Með því að lengja í öllum ferlinum og veita mér lengri frest með mínar skuldir og mínir skuldara fá lengri frest er verið að lengja í ferli sem verðu svo dýr á endanum að bæði ég og mínir skuldarar koma til með að vera í mun verri málum en við erum í í dag. Frestun á uppboðum vegna íbúðarhúsnæðis er engin lausn og eikur bara á þann vanda sem fyrir er og þeir sem græða á þessu öllu saman er innheimtumenn og lögfræðingar, end kostar 56000 kall að fá eitt bréf frá lögfæðistofu sem segir að þú skuldir tiltekna upphæð. Bölvað rugl allt saman................
Kv Bragi Sig
Nýjustu færslur
- 22.3.2009 Góður tími frammundan.
- 22.3.2009 Veður eða banka fréttir.
- 8.3.2009 Afskriftir.
- 2.3.2009 Allt á mannamáli.
- 2.3.2009 Enron Island.
Athugasemdir
Þú verður fyrst að fara í þrot áður en þínir kröfuhafar fara í þrot. Þannig virkar kerfið því miður. Ef þú átt möguleika á því að skipta út þínum kröfum á móti þeim kröfum sem aðrir eiga á þig skalltu reyna það því það hlýtur að vera til skilnigur í þessu landi.
En rétt er það að öll frestun á gjaldþrotum endar bara meið einn stórri sprengju. Hálfsársfrestun á uppboðum og einsárs búseturéttur eftir uppboð segir mér að fjöldi eigna verði til sölu eftir eitt og hálft ár. =mikið verðfall eigna. Á þessum tíma má búast við að fólkflótti verði mikill=meira verðfall eigna.
Ef markaðurinn strandar í eitt og hálft ár í viðbótt er hætt við að verðfallið verði meira en nokkurn óraði fyrir. Því tel ég að best sé að stýra verðfallinu með því að afskrifa fasteignaskuldir um 40-50% þá ætti lækunin að koma strax og markaðurinn að fara í gang.
Offari, 23.2.2009 kl. 13:29
Þetta heitir á góðri íslensku, að "Lengja í hengingarólinni"! En engu að síður eru menn nú amt að hugsa þetta í því augnamiði, að gefa mönnum lengri tíma sem þá nýtist kannski til að rétta úr kútnum og borga þó ekki væri nema hluta af skuldum er ekki reynist kleift í dag!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.