Enron Island.

Góðan daginn bloggheimur. í gær var sýndur þáttur um Enron og var farið var yfir sögu þess og fall. Þeir sem ekki sáu þennan þátt mistu af miklu og vona ég að hann verði sýndur aftur þannig að sem flestir geti séð hann. í þættinum er farið yfir sögu Enron í BNA og þá græðgistefnu sem var innan fyrirtækisins. Enron hefði átt að vera sú saga sem varaði við falli fjármálkerfisins um heim allan og ekki síður til varnaðar okkur hér á þessu litla skeri út í ballarhafi. En því miður tók engin þetta sem varnaðarorð og þar með sitjum við í súpunni. Það eina sem menn virtust læra af þessu falli Enrons var að það var hægt að gambla með peninga almennings og sleppa bara vel frá því. Kerfið sem var notað innan Enrons og það mótel sem þeir notuðu til þess að fela tap og fá almenning til þess að fjárfesta í fyrirtækinu var síðan notað hér á landi með góðum árangri fyrir mörg fyrirtæki sem virtust græða á tá og fingri. En eins og kunnugt er féll öll spilaborgin hér á landi með sama hætti og Enron. Nú er talað um að læra af reynslunni og ekki láta þetta koma fyrir aftur, hvað lærðu menn af falli Enrons annað en það er hægt að hafa almenning af féþúfu og græðgi sukk og svínarí getur staðið í ca 6 ár. Ég legg til að þátturinn um Enron verði sýndur með reglulegu millibili á RÚV  og allir opinberir starfsmenn sem starfa innan eftirlits og peningastofnanna verði skikkaðir til þess að horfa á hann einu sinni á ári, einnig legg ég til að við upphaf setningu Alþingis verði þátturinn sýndur þannig væri kannski hægt að halda vöku allmenings og stjórnmálamann fyrir því að svona lagað gerist ekki aftur.....

Kv Bragi Sig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bragi Sigurðsson
Bragi Sigurðsson
Fæddur og uppalinn. Hef lifað af gengisfellingu og verðbólgu. Starfa sem framkvæmdarstjóri. Hef fjölgað islendingum um þrjá.

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband