Veður eða banka fréttir.

Góðan daginn bloggheimur. Þá er SPRON fallinn og þá er þessi og hinn farinn á hausinn. Þessar fréttir eru farnar að hafa svipuð áhrif á mig og veðrið. Þegar ég vakna  lít ég út um gluggana og athuga hvernig ég á að klæðast í dag, kalla á son minn og læt hann vita hvernig hann á klæða sig fyrir skóladaginn. Þar með er búið að undirbúa daginn veðurfarslega séð, tók sem sagt um 2 mínútur. Þá er að fletta miðlunum, einhver farinn á hausinn sem skuldar mér, nei ekki í dag, einhver farinn á hausinn sem ég er að vinna fyrir, nei ekki í dag, ok þá er það afgreitt tók um 2 mínútur. Þá er allt klárt og best að fara með drenginn í skólann og athuga hvor einhver verkefni eru fyrir hendi í vinnunni. Ég vona að veðrið verði betra á morgun.

Kv Bragi Sig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bragi Sigurðsson
Bragi Sigurðsson
Fæddur og uppalinn. Hef lifað af gengisfellingu og verðbólgu. Starfa sem framkvæmdarstjóri. Hef fjölgað islendingum um þrjá.

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband