Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Fattlausir

Segi nú bara,    SÆLIR ERU FATTLAUSIR ÞEI FATTA EKKI HVAÐ ÞEIR ERU VITLAUSIR.

Kv Bragi Sig


mbl.is Jafnvel sérfræðingar eru gáttaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boltinn rúllar í gjaldþrot.

BOLTINN RÚLLAR Í GJALDÞROT. Hversu lengi er hægt að láta bolta rúlla. Sett eru lög þessa daganna um greiðslufresti, lengingu gjaldþrota, lækkunn á dráttarvöxtum og svo svo fr. Ég bæði skulda og á útistandandi skuldir sem ég þarf að fá greit til þess að standa mínar skuldbyndingar. Með því að lengja í öllum ferlinum og veita mér lengri frest með mínar skuldir og mínir skuldara fá lengri frest er verið að lengja í ferli sem verðu svo dýr á endanum að bæði ég og mínir skuldarar koma til með að vera í mun verri málum en við erum í í dag. Frestun á uppboðum vegna íbúðarhúsnæðis er engin lausn og eikur bara á þann vanda sem fyrir er og þeir sem græða á þessu öllu saman er innheimtumenn og lögfræðingar, end kostar 56000 kall að fá eitt bréf frá lögfæðistofu sem segir að þú skuldir tiltekna upphæð. Bölvað rugl allt saman................

Kv Bragi Sig


Frábær þjónusta á B-6

B-6 er heila og taugaskurðlækningadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar var ég lagður inn og naut þeirra þjónustu sem þar er í boði. Allt starfsliðið þar fær mínar bestu þakkir. Þessi deild hefur uppá að bjóða frábæru starfsfólki sem vinnur vinnuna sína með bros á vör. Þrátt fyrir niðuskurð í heilbrigiðskerfinu verðum við að halda vörð um þetta frábæra starfsfólk sem vinnur á þessum stofnunum. Oft  skilur maður ekki hversu mikla peninga þarf í þetta heilbrigiðskerfi og eflaust er einhverstaðar verið að sólunda miklu fjármagni á vitlausum stöðum, en með þessari stuttu innlögn sem var einn sólahringur vegna uppskurðar á baki gerði ég mér aðeins betur grein fyrir hversu mikil starfsemi þarf að vera til staðar fyri svona lítið verk. Mér telst til að 45-50 eistaklingar hafi komið að þessari aðgerð beint eða óbeint, og þrjár deildir innan kerfisins tóku þátt í þessari aðgerð. Ekki var ég rukkaður fyrir þessa aðgerð og kanski verður mér sendur reikningur heim seinna, en ég kem til með að greiða hann með bros á vör.

Það ein sem var hægt að kvarta yfir var ódrekkandi kaffi.

Kv  Bragi Sig

 


Kastljós, merkilegt viðtal.

Ég mæli með því að allir sem ekki sáu kastljós í kvöld ættu að fara á ruv.is og hlusta á viðtalið við Mats Josefsson.

Þessi maður veit greinilega hvað hann er að segja og þær ráðleggingar sem hann er að gefa eru mjög trúverðugar. Hann vill meina að rót vandans sé alfarið hjá bankastjórum gölu bankanna og stjórnum þeirra og er ég alveg sammála því eins og svo margir aðrir.

Sama hvað eihver ransóknar nefnd segir þá er uppruni vandans alfarið hjá gömlu bönkunum.  Það sér hver heilvita maður að  gengdarlaus útlán og mokstur peninga út úr bönkunum er aðal ástæðan fyrir öllum okkar hörmungum.

Spurningin er, fara þessir uppgjafa stjórnmálamenn eftir þessum ráðleggingum, þora þeir að taka þessar  ákvarðannir eður ei..............

Kv Bragi Sig...........


Fyrirframgreiðsla...

Lögaðilum hefur verið sendur álagningaseðill fyrir fyrirframgreiðslu skatta vegna ársins 2009 og er það viss prósenta af tekjum liðins árs. Þar sem mörg fyrirtæki eru nú þegar í greiðsluerfileikum og jafnvel engum rekstri er varla hægt að ætlast til að þessi fyrirtæki geti staðið við þær álögur sem lagðar eru á þau frá skattayfirvöldum. Er ekki þörf á að breita þessum lögum eða fresta fyrirfram álagningu um eitt ár eða svo. Það er alveg ljóst að fyrirtæki geta ekki greitt þessa fyrirframgreiðslu og lenda þar með í verulegum vandræðum. Það er spurning hvort þessi hluti, skattaumhverfis hafi gleimst í þrasi um hækkun skatta á hátekjufólk. Samt sem áður er það nánast ómögulegt að greiða fyrirfram skatta af engum tekjum, tala nú ekki um ef fyrirtæki hafa verið í ágætis veltu á liðnu ári.

kv Bragi.......


Gjaldþrot ehf.

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér fyrirtækjum sem sjá fram á gjaldþrot. Þá meina ég þeim einstaklingum sem sjá fram á gjaldþrot fyrirtækja sinna. Þessir einstaklingar hafa verið að reka einkahlutafélag og rekstur hefur stöðvast eða verkefnin eru af skornum skamti. þessir einstaklingar sjá fram á langan feril þar til fyrirtækinu verður endanlega lokað og eiga eftir að ganga í gegnum raðir lögfræðinga og innheimtumanna með tilheirandi kvíða og svefnleisi.  Gæti lausnin verið sú að stofna fyrirtæki sem yfirtekur 2-300 smáfyrirtæki á skömmum tíma, búa til eitt stórt fyrirtæki og láta svo þann banka sem á mestu kröfurna í fyrirtækinu taka fyrirtækið yfir. þannig væri hægt að bjarga margri sálinni og vandin væri kominn þar sem hann á heima, það er að segja hjá gömlu bönkunum sem þegar allt kemur til alls settu okkur á hausinn.

Kv Bragi


Bubbi minn maður

Húrra fyrir Bubba og Egoinu. Hefði gefið mikð til þess að vera þarna. Mikið rétt sem Bubbi segir, POLITIKUSAR verða að hætta þessum barnaskap og fara að vinna eins og menn. Hætta að hugsa um eigið rassssssssssssskat og floksdrætti, koma sér upp úr sandkössunum og reina að þroskast. Geir er að hrekkja mig, Jóhanna er í fílu, ég á þetta frumvarp en ekki þú, bla,bla,bla,...............

kv Bragi.......


mbl.is Bubbi rokkar Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert sjónvarp.

Frammhaldsþátturinn Davíð vs. Jóhanna hefur tekið allan minn tíma. Börnin eru orðin svöng og konan ja ég held að hún, hvar ætli hún sé, kanski hef ég samband við hana á blogginu, nei annars þessu verður að fara að ljúka, maður verður að komast í þessa litlu vinnu sem eftir er og taka kanski ruslið með út..............

kv Bragi......


Kompás nafnið bannað.

Hvaða vitleisa er þetta með Ara Edwald í sambandi við eignarétt stöðvar 2 á nafninu Kompás. Veit þessi verslings stjórnandi ekki að nafnið er einskins virði án fréttateimisins sem bjó þennan þátt til. Kanski ætlar hann að nota nafnið áfram á stöð 2 og láta puntudúkkurnar sem stjórna islandi í dag nota það og koma með alvarlegar fréttir um tísku eða krakka sem borða úldin mat sem kallast þorramatur. Ég vona að Kompás menn og kona( má kanske ekki nota K nafnið) nái samningum við RUV eða Skjá einn. 

kv Bragi.....


Kompás þáttur, ógn eða..

Kompás þátturinn sem var á dagskrá stöðvar 2 er nú allur, þökk sé Ara Edwald. Þessi þáttur er einn vandaðasti fréttaþáttur sem gerður hefur verið. Getur það verið að þessi þáttur hafi ógnað einhverjum öflum hér á landi svo það varð að stoppa hann. Getur það verið að þeir aðilar sem unnu að gerð þessa þátta hafi komið við kauninn á einhverjum sem ekki vill láta eitthvað komast upp.  Uppsögn fréttateymisins sem vann við þáttinn bar mjög brátt að, svo brátt að það vekur upp spurningar. Það furðulegasta er að þáttur sem tilbúinn er til sýninga er ekki sýndur, hvað hefði það munað stöð 2 að sýna þennan þátt og reka svo allt liðið, var kanski eitthvað í þessum þætti sem ekki mátti sjást. Ég skora á RÚV að semja við þessa aðila svo þeir geti haldið áfram að upplýsa okkur almúgann um spyllingu og annað sem viðgengst í þessu þjóðfélagi. Tökum saman höndum og skorum á RÚV.

ÁFRAM KOMPÁS........

Kv Bragi Sig..................


Næsta síða »

Höfundur

Bragi Sigurðsson
Bragi Sigurðsson
Fæddur og uppalinn. Hef lifað af gengisfellingu og verðbólgu. Starfa sem framkvæmdarstjóri. Hef fjölgað islendingum um þrjá.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband