Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Vonandi verður stjórnarsáttmálinn með einhverjum nothæfum frösum en ekki einhverjum eins og við erum búin að heira síðastliðin ár. Frasar sem voru mjög vinsælir eins og - unnið verður að - stefnt verður að - og skoðað verður. Núna viljum við fá hað heira frasa eins og - við munum gera - svona verður þetta gert - þetta ætlum við að gera.
kv Bragi Sig.
Bloggar | 31.1.2009 | 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn eitt kvennaframboðið hefur verið stofnað. Markmiðið er að berjast fyrir jafnrétti. Gott og vel, en karlmenn eru ekki leifðir innan flokksins........HA Kvennaframboð sem berst fyrir JAFNRÉTTI karlmenn ekki leifðir. JAFNRÉTTI..... Ég er en að reina að ná þessu, getur einhver hjálpað mér að skilgreina jafnrétti.
Kv. BS
Bloggar | 30.1.2009 | 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er allt að gerast. Heirst hefur að Jóhann Benediktsson fyrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi verið beðin um að taka að sér embætti Dómsmálaráðherra og detta nú af mér allar dauðar.......Hvað gerist ef af þessu verður. Björn Bjarnason háði langa baráttu til þess að koma honum úr embætti og tókst það loksins illu heilla fyrir okkur suðurnesjamenn. Ef Jóhann verður fengin til þess að stýra þessu embætti þá er allavega eihver ljós punktur í tilverunni. Mikið væri það nú gott á núverandi Dómsmálaráherra að erki fjandi hans komi til með að hreinsa eftir hann og stoppa þetta rugl með Ríkislögregluembættið sem er að soga til sín alla peninga og þá mögulega titla sem eru til í embættunum. Ja nú verður gaman að fylgjast með...
Bloggar | 29.1.2009 | 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er komið að því. Allir út í garð að gera klárt fyrir sumarið. Rífa upp hellurnar, burt með gosbrunninn og niður með útsæðið. Nota tímann núna og grisja garðinn til þess að hann verði klár i ræktun í sumar. Setja niður kartölur og grænmeti og þeir sem ekki eiga garða geta fengið skika hjá mér gegn vægu gjaldi. Þeta er kanski góð hugmynd í kreppunni, þeir sem eiga stórar lóðir geta leigt út skika og hugsað um skikana fyrir hina og auðvitað er greitt með vörum svo sem rófum, káli og fl.
kv Bragi Sig
Bloggar | 29.1.2009 | 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 29.1.2009 | 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 28.1.2009 | 16:30 (breytt kl. 16:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.3.2009 Góður tími frammundan.
- 22.3.2009 Veður eða banka fréttir.
- 8.3.2009 Afskriftir.
- 2.3.2009 Allt á mannamáli.
- 2.3.2009 Enron Island.