Gjaldþrot ehf.

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér fyrirtækjum sem sjá fram á gjaldþrot. Þá meina ég þeim einstaklingum sem sjá fram á gjaldþrot fyrirtækja sinna. Þessir einstaklingar hafa verið að reka einkahlutafélag og rekstur hefur stöðvast eða verkefnin eru af skornum skamti. þessir einstaklingar sjá fram á langan feril þar til fyrirtækinu verður endanlega lokað og eiga eftir að ganga í gegnum raðir lögfræðinga og innheimtumanna með tilheirandi kvíða og svefnleisi.  Gæti lausnin verið sú að stofna fyrirtæki sem yfirtekur 2-300 smáfyrirtæki á skömmum tíma, búa til eitt stórt fyrirtæki og láta svo þann banka sem á mestu kröfurna í fyrirtækinu taka fyrirtækið yfir. þannig væri hægt að bjarga margri sálinni og vandin væri kominn þar sem hann á heima, það er að segja hjá gömlu bönkunum sem þegar allt kemur til alls settu okkur á hausinn.

Kv Bragi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég held að stórfyrirtækin séu ekki in í dag. Ég mæli frekar með því að starfsfólk og viðskiptavinir taki reksturinn á sanngjarnri kaupleigu. Þegar rekstrargrundvöllurinn lagast geta þer svo keypt reksturinn á viðráðanlegu verði gegn yfirtöku hæfilegrar skuldar.

Stórar eininga eru hættulegar fyrir hagkerfið því stórskuldarar geta neytt banka til að lána áfram. Þannig gerðist þetta fyrirtækin eyddu frekar í útþenslu en að tryggja reksturinn með réttmætri skiptingu.

Offari, 10.2.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Bragi Sigurðsson

Það eru mörg smáfyrirtæki sem eru ekki með starfsfólk lengur, heldur dauðan rekstur og margir sjá fram á gjaldþrot og ekkert sem getur bjargað því. Ekkert er frammundan nema áhyggjur. Hvers vegna að hafa áhyggur ef einhver vill taka þær fyrir þig.

Bragi Sigurðsson, 10.2.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bragi Sigurðsson
Bragi Sigurðsson
Fæddur og uppalinn. Hef lifað af gengisfellingu og verðbólgu. Starfa sem framkvæmdarstjóri. Hef fjölgað islendingum um þrjá.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband